Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2009 | 07:20
Engar almenningssamgöngur á Páskum?
Ég fór í kirkju á föstudaginn langa. Eftir athöfninna ætlaði ég að taka strætó heim. Ég beið nokkra stund og las svo á skiltinu að strætó æki ekki um göturnar þann daginn. Ég gekk heim. Það voru fleiri sem biðu eftir vagninum. Ég fór að hugsa um þessa undarlegu ákvörðun hjá strætó að fella niður akstur á þessum dögum. Á Vísi.is kom skýring:
Við lítum nú kannski svo á við séum beint að skera niður þjónustuna þar sem við höfum fylgst með faraþegafjölda á þessum dögum, sem sagt Föstudaginn langa, páskadaga og þessa helgidaga, og okkar niðurstaða er að þessi þjónusta er afskaplega lítið notuð þessa dagana," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó.
Hvað er maðurinn að hugsa? Af hverju kannar hann ekki notkun á strætó aðra daga ársins og fellur síðan niður akstur þá daga sem kerfið er "lítið notað" Af hverju leggur hann ekki niður strætó fyrir fullt og allt.
Danir höfðu svipað vandamál í Kaupmannhöfn og leystu það með því að fækka leiðum, fjölga ferðum og hækka gjöldin. Sem sagt, með því að bæta þjónustu, aukast tekjur.
10.4.2009 | 11:08
Vilja ekki flytja til Íslands og Finnlands
Vilja ekki flytja til Íslands og Finnlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |